Monday, March 06, 2006
Alli Gísla ráðinn
Síðuhaldari er sáttur við ráðningu Alfreðs Gíslasonar sem landsliðsþjálfara í handkasti. Miðað við árangur hans í Magdeburg þá er hann einn sigursælasti þjálfari sem Íslendingar hafa átt. Gott að fá mann með svona reynslu og sjálfstraust fyrir Svíaleikina. Það verður magnað að mæta Svíum í seinni leiknum á þjóðhátíðardaginn og vinna þá í fyrsta skipti síðan Egill Skallagríms og Gunnar á Hlíðarenda voru í vörninni. Alli ætti líka að geta náð upp ákveðinni stemningu í kringum liðið, fá meira fjármagn inn í HSÍ og þess háttar.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari er sáttur við ráðningu Alfreðs Gíslasonar sem landsliðsþjálfara í handkasti. Miðað við árangur hans í Magdeburg þá er hann einn sigursælasti þjálfari sem Íslendingar hafa átt. Gott að fá mann með svona reynslu og sjálfstraust fyrir Svíaleikina. Það verður magnað að mæta Svíum í seinni leiknum á þjóðhátíðardaginn og vinna þá í fyrsta skipti síðan Egill Skallagríms og Gunnar á Hlíðarenda voru í vörninni. Alli ætti líka að geta náð upp ákveðinni stemningu í kringum liðið, fá meira fjármagn inn í HSÍ og þess háttar.
Passið ykkur á myrkrinu.