Tuesday, March 07, 2006
Bolungarvik.is
Ég verð að lýsa ánægju minni með hvernig til hefur tekist við útfærslu á vef Bolungarvíkurkaupstaðar; www.bolungarvik.is. Ég held að þetta hafi verið mjög smekklega unnið og hann virðist ætla að verða töluvert mikið uppfærður. Hins vegar er spurning hver þörfin verður fyrir Víkara.is í framhaldinu. Maður er nú víst stofnandi í áhugamannafélagi sem setti Víkarann á koppinn. Reyndar finnst mér margt í nýja Bolungarvíkurvefnum svipa til þátta sem ég setti fram í einhverri þarfagreiningu hér um árið, en hún var að mig minnir vegna framtíðar Víkara.is frekar en Bolungarvíkur.is nema hvort tveggja sé. Baldur yfirritstjóri man þetta kannski betur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég verð að lýsa ánægju minni með hvernig til hefur tekist við útfærslu á vef Bolungarvíkurkaupstaðar; www.bolungarvik.is. Ég held að þetta hafi verið mjög smekklega unnið og hann virðist ætla að verða töluvert mikið uppfærður. Hins vegar er spurning hver þörfin verður fyrir Víkara.is í framhaldinu. Maður er nú víst stofnandi í áhugamannafélagi sem setti Víkarann á koppinn. Reyndar finnst mér margt í nýja Bolungarvíkurvefnum svipa til þátta sem ég setti fram í einhverri þarfagreiningu hér um árið, en hún var að mig minnir vegna framtíðar Víkara.is frekar en Bolungarvíkur.is nema hvort tveggja sé. Baldur yfirritstjóri man þetta kannski betur.
Passið ykkur á myrkrinu.