Thursday, March 16, 2006
Glitnir
Fólk virðist hafa voðalega miklar og sterkar skoðanir á því að Íslandsbanki breyti um nafn. Ég sef nú alveg jafn fast og fyrr eftir nafnbreytinguna. Það kom víst til greina að hafa andlit bankans í lógóinu, þá Hálfdán Gíslason og Lárus Pál Pálsson, en þeir voru víst uppteknir í annari myndatöku. Var samt frekar hissa þegar ég fékk þennan geisladisk frá þeim því ég minnist þess ekki að hafa átt í viðskiptum hjá þeim. Fengu sem sagt öll heimili diskinn frá þeim? Annars var þetta frekar kómískt á stöð2 um daginn. Ég sat í sakleysi mínu og horfði á fréttir þegar Brynhildur horfir alvarleg í myndavélina og segist ætla að skipta snarlega yfir á Hauk Hólm sem staddur sé í Háskólabíói. Haukur var mjög hátt stemmdur og tilkynnti að rétt í þessu hefði verið tilkynnt um nýtt nafn Íslandsbanka. Við blasti Bjarni Ármannsson á sviðinu, með nýja lógóið í baksýn, fullan sal af klappandi fólki og Beautiful Day með U2 í botni! Það var eitthvað mjög súrt við þessa sjón. Ætla rétt að vona að barinn hafi verið opinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fólk virðist hafa voðalega miklar og sterkar skoðanir á því að Íslandsbanki breyti um nafn. Ég sef nú alveg jafn fast og fyrr eftir nafnbreytinguna. Það kom víst til greina að hafa andlit bankans í lógóinu, þá Hálfdán Gíslason og Lárus Pál Pálsson, en þeir voru víst uppteknir í annari myndatöku. Var samt frekar hissa þegar ég fékk þennan geisladisk frá þeim því ég minnist þess ekki að hafa átt í viðskiptum hjá þeim. Fengu sem sagt öll heimili diskinn frá þeim? Annars var þetta frekar kómískt á stöð2 um daginn. Ég sat í sakleysi mínu og horfði á fréttir þegar Brynhildur horfir alvarleg í myndavélina og segist ætla að skipta snarlega yfir á Hauk Hólm sem staddur sé í Háskólabíói. Haukur var mjög hátt stemmdur og tilkynnti að rétt í þessu hefði verið tilkynnt um nýtt nafn Íslandsbanka. Við blasti Bjarni Ármannsson á sviðinu, með nýja lógóið í baksýn, fullan sal af klappandi fólki og Beautiful Day með U2 í botni! Það var eitthvað mjög súrt við þessa sjón. Ætla rétt að vona að barinn hafi verið opinn.
Passið ykkur á myrkrinu.