Thursday, March 09, 2006
Horfur í "Meistaradeild"
Nú eru níu lið eftir í hinni svokölluðu Meistaradeild, þó svo að um helmingur þeirra séu ekki meistarar. Nú ætlar síðuhaldari að sleppa spádómsgáfunni lausri og spá Juventus sigri. Til vara þá spái ég því að Lyon komi á óvart og vinni þessa keppni. Síðuhaldara finnst Thierry Henry góður í fótbolta. Þessi Ronaldinho er eins og flóðhestur í samanburðinum við Henry. Magnús Pálmi sérfræðingur og umboðsmaður Nasdaq sagði við mig fyrir 16-liða úrslitin að það væri ekki nóg að vera með Henry frammi og tíu lélega fyrir aftan hann. Það reyndist rangt. Henry er nóg. Þetta minnir mann svolítið á þegar íslenska landsliðið í körfubolta leikur listir sínar: Ef andstæðingarnir tefla fram manni sem er hærri en 2,15 þá er leikurinn tapaður. Fyrir þá sem misstu af mörkunum í 16-liða úrslitunum þá bendi ég lesendum á að kíkja á sigurmark Juve gegn Bremen.
Passið ykkur á myrkrinu.
Nú eru níu lið eftir í hinni svokölluðu Meistaradeild, þó svo að um helmingur þeirra séu ekki meistarar. Nú ætlar síðuhaldari að sleppa spádómsgáfunni lausri og spá Juventus sigri. Til vara þá spái ég því að Lyon komi á óvart og vinni þessa keppni. Síðuhaldara finnst Thierry Henry góður í fótbolta. Þessi Ronaldinho er eins og flóðhestur í samanburðinum við Henry. Magnús Pálmi sérfræðingur og umboðsmaður Nasdaq sagði við mig fyrir 16-liða úrslitin að það væri ekki nóg að vera með Henry frammi og tíu lélega fyrir aftan hann. Það reyndist rangt. Henry er nóg. Þetta minnir mann svolítið á þegar íslenska landsliðið í körfubolta leikur listir sínar: Ef andstæðingarnir tefla fram manni sem er hærri en 2,15 þá er leikurinn tapaður. Fyrir þá sem misstu af mörkunum í 16-liða úrslitunum þá bendi ég lesendum á að kíkja á sigurmark Juve gegn Bremen.
Passið ykkur á myrkrinu.