Tuesday, March 14, 2006
Munnmælasögur#44
Blogg fólksins hefur ákveðið að koma til móts við alþjóðavæðinguna og vera í fyrsta skipti með munnmælasögu sem gerist á erlendri grundu. Hún hefur reyndar birst í fjölmiðlapistli hjá Óla Teiti, en skítt með það, þeir eru hvort eð er alltof lítið lesnir.
Í upphafi árs 2005 voru hin ýmsu tímarit að velja hitt og þetta sem merkilegt þótti á árinu 2004. Eitt af þessum tímaritum var Time magazine, sem valdi Bandaríska hermanninn "mann ársins 2004". Til þess að árétta að nú væri ekki verið að velja einn ákveðinn úr herbúðunum þá voru þrír hermenn á forsíðu blaðsins ásamt fyrirsögn sem vísaði í valið. Stjórnandi morgunsjónvarps NBC sjónvarpsstöðvarinnar, Katie Couric, mætti útþaninn af rétttrúnaðarsjónarmiðum á skrifstofu blaðsins og tók viðtal við ritstjórann í beinni. Í útsendingunni horfði Couric rannsakandi á forsíðu blaðsins sem lá á skrifborðinu fyrir framan þau. Benti síðan á myndina og spurði ásakandi: "Hvers vegna er enginn kona á myndinni?" Ritstjórinn hikaði örlítið við þessa spurningu, benti síðan á einn hermanninn á myndinni og sagði varlega: "Jaaa, þetta er kona." Úúúppppssssss!
Blogg fólksins hefur ákveðið að koma til móts við alþjóðavæðinguna og vera í fyrsta skipti með munnmælasögu sem gerist á erlendri grundu. Hún hefur reyndar birst í fjölmiðlapistli hjá Óla Teiti, en skítt með það, þeir eru hvort eð er alltof lítið lesnir.
Í upphafi árs 2005 voru hin ýmsu tímarit að velja hitt og þetta sem merkilegt þótti á árinu 2004. Eitt af þessum tímaritum var Time magazine, sem valdi Bandaríska hermanninn "mann ársins 2004". Til þess að árétta að nú væri ekki verið að velja einn ákveðinn úr herbúðunum þá voru þrír hermenn á forsíðu blaðsins ásamt fyrirsögn sem vísaði í valið. Stjórnandi morgunsjónvarps NBC sjónvarpsstöðvarinnar, Katie Couric, mætti útþaninn af rétttrúnaðarsjónarmiðum á skrifstofu blaðsins og tók viðtal við ritstjórann í beinni. Í útsendingunni horfði Couric rannsakandi á forsíðu blaðsins sem lá á skrifborðinu fyrir framan þau. Benti síðan á myndina og spurði ásakandi: "Hvers vegna er enginn kona á myndinni?" Ritstjórinn hikaði örlítið við þessa spurningu, benti síðan á einn hermanninn á myndinni og sagði varlega: "Jaaa, þetta er kona." Úúúppppssssss!