Wednesday, March 01, 2006
Sól frá morgni til kvölds?
Ég er nú farinn að hafa verulegar efasemdir um þessa vefmyndavél í Bolungarvík sem hálfur heimurinn er víst búinn að skoða. Ég hef ekki skoðað viðfangsefni þessarar myndavélar án þess að við blasi brakandi blíða. Mér sýnist að Baldur hafi eitthvað átt við þetta og sé með einhverja staðlaða júlímynd í gangi. Annars minnir þetta mig á auglýsingu sem ég sá frá einhverjum fasteignasalanum í morgun þar sem taldir voru upp kostir eignarinnar sem selja á: "sól frá morgni til kvölds" !
PassiÐ ykkur á myrkrinu.
Ég er nú farinn að hafa verulegar efasemdir um þessa vefmyndavél í Bolungarvík sem hálfur heimurinn er víst búinn að skoða. Ég hef ekki skoðað viðfangsefni þessarar myndavélar án þess að við blasi brakandi blíða. Mér sýnist að Baldur hafi eitthvað átt við þetta og sé með einhverja staðlaða júlímynd í gangi. Annars minnir þetta mig á auglýsingu sem ég sá frá einhverjum fasteignasalanum í morgun þar sem taldir voru upp kostir eignarinnar sem selja á: "sól frá morgni til kvölds" !
PassiÐ ykkur á myrkrinu.