<$BlogRSDURL$>

Monday, March 20, 2006

Speki úr byggingabransanum
Gamla settið er í bænum. Ásgeir og Ása skírðu Ásgerði Margréti í gær og svona. Á móti íbúðinni á Grandaveginum er verið að rífa Lýsisfabrikuna. Pabbi hefur verið að virða þetta fyrir sér og þykir verkið ganga bæði seint og illa. Helvítis jólasveinar í þessari sódómu fyrir sunnan, hugsar hann sennilega. Búið er að rífa töluvert af húsinu að neðanverðu. Þá lét gamli byggingameistarinn þetta falla: "Ég þurfti nú oft að rífa hús í gamla daga. Þá þótti betra að byrja á að rífa það að ofan verðu svo það myndi ekki hrynja ofan á mann." Nokkuð til í því.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?