<$BlogRSDURL$>

Monday, March 20, 2006

Ástand í bloggheimum
Nú er bleik brugðið. Þessi bloggsíða hefur verið dáðasta afkvæmi blogspot fyrirtækisins sem réði ekki við álagið, með þeim afleiðingum að varla hefur kjaftur komist inn á síðuna undanfarna daga. Tæknilegur Guðfaðir síðunnar; Baldur Smári Einarsson, tók svo í taumana í dag og hringdi í höfuðstöðvar Blogspot í Hong Kong. Baldur, sem jafnframt eru endurskoðandi Blogspot fyrirtækisins, setti fyrirtækinu afarkosti og kippti fyrirtækið málunum í liðinn hið snarasta. Siðan er því í lagi sem stendur og við skulum vona að hún haldi. Guð láti gott á vita.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?