Tuesday, March 21, 2006
Stormskerið fíflaði Hér og Nú
Tónskáldið Sverrir Stormsker fíflaði Hér og Nú hressilega á dögunum. Þetta virðulega blað setti sig í samband við hann þar sem þeim fannst hann lítið hafa sést á klakanum undanfarið. Þeir þóttust vita að hann væri erlendis og vildu endilega vita hvar. Ekki stóð á svarinu hjá Storminum sem sagðist vera í Kína að kaupa hurðir og væri kominn með kínverska kellingu. Þessu var vitaskuld slegið upp sem viðtali og með tilvísun á forsíðu svo ekkert færi á milli mála. Viðtalið var stórskemmtilegt að mér skilst, sérstaklega í ljósi þess að Stormurinn er alls ekki í Kína og þaðan af síður með kínverska kellingu og enn síður að kaupa hurðir. Svona hrekkir eru hressandi. Ljómandi fínar tvíbökur.
Passið ykkur myrkrinu.
Tónskáldið Sverrir Stormsker fíflaði Hér og Nú hressilega á dögunum. Þetta virðulega blað setti sig í samband við hann þar sem þeim fannst hann lítið hafa sést á klakanum undanfarið. Þeir þóttust vita að hann væri erlendis og vildu endilega vita hvar. Ekki stóð á svarinu hjá Storminum sem sagðist vera í Kína að kaupa hurðir og væri kominn með kínverska kellingu. Þessu var vitaskuld slegið upp sem viðtali og með tilvísun á forsíðu svo ekkert færi á milli mála. Viðtalið var stórskemmtilegt að mér skilst, sérstaklega í ljósi þess að Stormurinn er alls ekki í Kína og þaðan af síður með kínverska kellingu og enn síður að kaupa hurðir. Svona hrekkir eru hressandi. Ljómandi fínar tvíbökur.
Passið ykkur myrkrinu.