Friday, March 31, 2006
Stórfréttir á fasteignamarkaði
Við rjúfum nú dagskrá Bloggs fólksins til þess að flytja ykkur stórfréttir af íslenskum fasteignamarkaði. Laust eftir hádegi í dag festi sveitarfélagið Borgarbyggð kaup á eigninni Brákarbraut 11a, sem stundum hefur þekkt undir nafninu "Skókassinn" og enn oftar undir nafninu "Hjallurinn". Seljandi er enginn annar en wannabe Bolvíkingurinn, Orri Örn Árnason frá Hjalli. Samkvæmt heimildum Fasteignasjónvarpsins hefur verð eignarinnar hækkað um rétt tæp 100% í höndum athafnamannsins örfhenta, sem þáttakendur á markaði telja hæfilegt ef mið er tekið af öllum skemmtisögunum sem þessi fasteignakaup hafa látið eftir sig. Við þetta tækifæri er rétt að rifja upp orð stolts eiganda í byrjun júní síðastliðinn, er síðuhaldari og Doddi Tangó fengu grand tour hjá honum. Eigandinn stóð þá sigri hrósandi, ber að ofan í jogging buxum með hárblásara sem hitaveitu, og mælti þessi ódauðlegu orð: "Strákar þetta hús á eftir að gera mig ríkann" ! Eins og annað sem Orri hefur lofað þá hefur þetta staðið eins og stafur á bók og rétt að óska honum til hamingju söluna. Um leið er við hæfi að síðuhaldari éti ofan í sig allar háðsglósurnar með bestu lyst, enda veitir honum ekki af aukaforða. Sögunni fylgja reyndar öllu sjokkerandi fréttir, en til stendur hjá bæjaryfirvöldum að rífa eignina. Það er því rétt að benda lesendum á að koma við á Brákabraut 11a ef þeir eiga leið hjá, og bera húsið augum áður en það er um seinan. Þið spyrjið bara á bensínstöðvunum hvar Hjallinn sé. En að endingu getur maður ekki annað en vitnað í Kaupfélagsstjórann á Ísafirði: "Hver eeer þessi Orri?"
Passið ykkur á myrkrinu.
Við rjúfum nú dagskrá Bloggs fólksins til þess að flytja ykkur stórfréttir af íslenskum fasteignamarkaði. Laust eftir hádegi í dag festi sveitarfélagið Borgarbyggð kaup á eigninni Brákarbraut 11a, sem stundum hefur þekkt undir nafninu "Skókassinn" og enn oftar undir nafninu "Hjallurinn". Seljandi er enginn annar en wannabe Bolvíkingurinn, Orri Örn Árnason frá Hjalli. Samkvæmt heimildum Fasteignasjónvarpsins hefur verð eignarinnar hækkað um rétt tæp 100% í höndum athafnamannsins örfhenta, sem þáttakendur á markaði telja hæfilegt ef mið er tekið af öllum skemmtisögunum sem þessi fasteignakaup hafa látið eftir sig. Við þetta tækifæri er rétt að rifja upp orð stolts eiganda í byrjun júní síðastliðinn, er síðuhaldari og Doddi Tangó fengu grand tour hjá honum. Eigandinn stóð þá sigri hrósandi, ber að ofan í jogging buxum með hárblásara sem hitaveitu, og mælti þessi ódauðlegu orð: "Strákar þetta hús á eftir að gera mig ríkann" ! Eins og annað sem Orri hefur lofað þá hefur þetta staðið eins og stafur á bók og rétt að óska honum til hamingju söluna. Um leið er við hæfi að síðuhaldari éti ofan í sig allar háðsglósurnar með bestu lyst, enda veitir honum ekki af aukaforða. Sögunni fylgja reyndar öllu sjokkerandi fréttir, en til stendur hjá bæjaryfirvöldum að rífa eignina. Það er því rétt að benda lesendum á að koma við á Brákabraut 11a ef þeir eiga leið hjá, og bera húsið augum áður en það er um seinan. Þið spyrjið bara á bensínstöðvunum hvar Hjallinn sé. En að endingu getur maður ekki annað en vitnað í Kaupfélagsstjórann á Ísafirði: "Hver eeer þessi Orri?"
Passið ykkur á myrkrinu.