<$BlogRSDURL$>

Thursday, March 02, 2006

Umræðustjórnmálin að taka á sig sérkennilega mynd
Hinir og þessir völdu um daginn hver yrði borgarstjóraefni Samfylkingar og óháðra (hverjir sem það nú eiga að vera) í vor. Ekki verður það sitjandi borgarstjóri heldur Dagur Bergþóruson Eggertsson. Hann felldi léttilega sitjandi borgarstjóra og sýndi þar með styrk sinn meðal félagshyggjufólks. En auðvitað fór engin umræða í gang um að þetta væri áfall fyrir konur, hlutur kvenna væri rýr eða Reykjavík kölluð Karlavík. Eins og við vitum þá eltast íslenskir fjölmiðlar ekki við svoleiðis umræðu þegar kemur að prófkjörum, því þeir vita að heppilegast er að velja hæfustu einstaklingana frekar en að velta fyrir sér hvort af hvaða kyni frambjóðendur eru. Reyndar hafa þó fjölmiðlar farið í miklar vangaveltur um hlut kvenna í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, Ísafirði, Akureyri og Seltjarnarnesi. En það hljóta þá að vera merkilegri viðburðir en að sjálfur borgarstjórinn hafi tapað fyrir karlpungi.

Dagur lét meðal annars hafa eftir sér að hann gæti ekki beðið eftir því að takast á við oddvita Sjálfstæðismanna enda nútímalegur umræðustjórnmálamaður. Eitt af hans fyrstu verkum sem oddviti Samfylkingar og óháðra var vitaskuld að neita því að mæta oddvita Sjálfstæðismanna í umræðum um lóðó í Kastljósi mánudagskvöldið 24. febrúar. Í hans stað var sendur Don nokkur Alfredo sem hefur nákvæmlega ekkert með kosningarnar í vor að gera enda á útleið úr borgarpólitík. Ég hef ekki orðið var við að Ríkissjónvarpinu hafi fundist þetta neitt tiltökumál þó svo að Dagur væri formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og lóðarí þeirra brynni verulega á fólki Þegar uppáhaldsmiðill Dags, Fréttablaðið, leitaði til hans þá stóð hins vegar ekki á okkar manni að ræða um mál sem ekki síður brenna á fólki. Mánudaginn 24. febrúar sagði Dagur lesendum blaðsins frá draumahúsinu sínu og pípulögnum heima hjá sér. Daginn eftir gaf Dagur lesendum blaðsins svo þau ráð að sofa vel og slaka á í öxlunum, það væri nefnilega vanmetið.

Dagur vildi heldur ekki tjá sig um málið þegar Vefþjóðviljinn náði nútímalegu og spennandi tali af honum í fersku og dýnamísku þekkingarþorpi í heilbrigðri Vatnsmýri. Hann sagðist vera upptekinn við átakið „Samráð gegn frösum - skýrt skiljanlegt mál, gagnort, greinargott, knappt,“ sem hann hefði nýverið hleypt af stokkunum.

Passið ykkur á myrkrinu

This page is powered by Blogger. Isn't yours?