<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 12, 2006

Islandtilla, háborg skemmtanalífsins bíður í ofvæni
Síðuhaldari fer í sína jómfrúargolferð strax eftir páska. Hefur hann verið plataður í hina bolvísku Islandtillaferð þar sem golf er leikið kvölds og morgna. Góðir menn eins og Baldur Smári, Runólfur og fleiri hafa farið þangað árlega til að spila golf allt frá því land byggðist á Spáni. Í fyrra bættist svo mjög við hópinn þegar fyrirferðamiklir kylfingar á borð við Rögga pensil, Jón frá Dröngum og Bjart Flosa fengu að fara með. Eftir það var skipt í tvo hópa, Svarta gengið sem var til fyrir og Hvíta gengið. Ég kann ekki nægilega vel sögurnar á bak við þessi nöfn. Þessir metnaðarfullu menn hafa í nokkur ár haldið úti síðu fyrir Svarta Gengið sem er tileinkuð þessum ferðum. Síðuhaldara hefur nú verið bætt við hópinn þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar. Þar sem þetta er Bolvíkingaferð þá þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram að Orri frá Hjalli skráði sig med de samme....óumbeðinn.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?