<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 17, 2006

Auglýsing ungra jafnaðarmanna
Ungir jafnaðarmenn er jafnan skemmtilegir. Þá sérstaklega þegar þeir eru í kosningaham. Ég skemmti mér ágætlega yfir auglýsingu þeirra sem átti að sýna einhvern þumba gagnrýna Samfylkinguna í borginni. Hann átti að vera mjög hallærislegur, sérstaklega með því að gagnrýna Samfylkinguna fyrir að búa til fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þegar ég sá þetta þá velti ég því fyrir mér hvort þessi garður hefði ekki verið kominn til sögunnar áður en R-listanum var falið að stjórna borginni. Ég hef nú fengið grun minn staðfestann því fjölskyldu- og húsdýragarðurinn var opnaður af borgarstjóra Sjálfstæðismanna árið 1993 eða ári áður en R-listinn komst til valda. Það er því vandséð hvernig ungir jafnaðarmenn geta fundið einhvern sem gagnrýnir Samfylkinguna fyrir að opna fjölskyldu- og húsdýragarðinn. En vissulega er slíkt hlægilegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?