<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 03, 2006

Hættulegir tímar
Sveitarstjórnarkosningar geta verið hættulegar. Sérstaklega fyrir skattgreiðendur. Nú fara í hönd hættulegir tímar fyrir skattgreiðendur. Frambjóðendur keppast við að lofa hinu og þessu, nánast öllu því sem þeim dettur í hug án þess að fjölmiðlafólk spyrji nokkurn tíma hvaða skatta eigi að hækka til að eiga fyrir loforðunum. Nú er búið að finna upp nýtt tískuorð fyrir pólitíkusa sem vilja slá í gegn á kostnað almennings, en það er orðið: gjaldfrjálst. Ekki hefur farið fram hjá neinum umræðan um gjaldfrjálsa leikskóla. Það þýðir þá væntanlega að enginn þurfi að borga fyrir starfsemi þessara leikskóla, enda gjaldfrjálsir. Leikskólakennarnir munu vinna frítt og húsnæðið mun detta af himnum ofan á lóð sem engum tilheyrir. Þetta verður að teljast mikið happ fyrir barnafólk. Þau öfl sem ráðið hafa ferðinni í borginni síðan 1994 hafa þegar kýlt útsvarið upp í leyfilegt hámark, auk þess að leggja á fólk sérstakan skatt fyrir að fara á klóið. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða gjaldi verður skellt á næst um leið og því verður harðlega mótmælt að skattar hafi hækkað í borginni. Stefán Ólafsson Félagsfræðingur mun kannski kveða upp þann dóm að næsta gjald sem borgin mun búa til verði í raun skattalækkun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?