<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 10, 2006

Landsbankadeildin 2006
Þá er komið að hinni árlegu spá Bloggs fólksins fyrir Björgólfsdeildina í tuðrusparki karla. Mótið byrjar að mér skilst um helgina og því rétt að kasta inn spá með laufléttum rökstuðningi:

1. Akranes
2. Valur
3. FH
4. KR
5. Keflavík
6. Víkingur
7. Fylkir
8. Gríndavík
9. ÍBV
10.Breiðablik

Ég verð að hryggja Kristján Jónatans frænda minn með því að spá Blikum botnsætinu. En þeir eru nýliðar og verða þá bara að sýna að þeir eigi heima uppi. En ég held að liðið sem þeir eru með núna muni ekki hreinsa félagið af jójó stimplinum. Eyjamenn börðust fyrir lífi sínu í fyrra og munu gera það áfram. Held samt að þeir hafi ekki mannskapinn í það að hanga uppi. Kannski að þeir hafi gott af því að fara niður og byggja upp að nýju. Siggi Johnson mun halda Grindavík uppi en félagið hefur aldrei fallið niður um deild. Einn skemmtilegasti leikmaður mótsins í fyrra Óskar Örn Hauksson verður mikilvægur fyrir sóknarleik þeirra. Þetta verður millibilstímabil hjá Fylki en undanfarin ár hafa þeir verið betur mannaðir en núna. Gravesen bróðirinn er víst góður en það vantar fleiri slíka. Víkingur verður spútnikliðið í ár en þeir eiga nægan mannskap til þess að eiga inni fyrir þessari spá. Sá leik með þeim í fyrra og miðvarðaparið þeirra er geysisterkt auk þess sem Grétar Sig er kominn til baka. Keflvíkingar munu stríða toppliðunum en vantar stöðugleika til þess að gera atlögu að titlinum. Skemmtilegt lið. KR-ingar verða í 4. sæti enda sprungnir eftir æfingar vetrarins. Verða óstöðvandi á köflum en hafa ekki breiddina til þess að klára þetta. Grétar Hjartar verður samt markakóngur. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, FH, verða að gera sér bronsið að góðu. Leikstjórnandi þeirra, Heimir Guðjóns er hættur og liðið verður ekki á sama flugi og í fyrra. Valsmenn verða aftur í öðru sæti. Mikið af nýjum mönnum í liðunu og það gæti tekið nokkra leiki að komast í fluggírinn. Einnig veltur sóknarleikurinn nokkuð á einu 32 ára gömlu hnépari sem gæti unnið mótið fyrir þá. Skagamenn verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í fimm ár. Mennirnir sem þeir voru að landa í vetur er einfaldlega stærri en gengur og gerist í þessari deild. Auk þess geta bræðurnir Bjarni og Þórður spilað hvaða stöður sem er og það vegur þungt. Arnar Gull gæti skilað þeim 10 mörkum sofandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?