Thursday, May 25, 2006
Munnmælasögur#47
Nú hafa kannski einhverjir haldið að ritstífla væri komin upp í Munnmælasögunum enda fáranlega langt síðan að síðasta saga birtist. En svo er aldeilis ekki og hér kemur ein klassísk frá Alabamafylki:
Fyrir einhverjum tíu árum síðan hélt Ásgeir Þór utan til Alabama og náði sér í gráðu frá háskóla í Montgomery. Ekki var nú félagslífið í líkingu við það sem Ásgeir hafði kynnst í MÍ á sínum tíma og var því frekar lítið um skemmtanir hjá þeim fjölmörgu Íslendingum sem þarna voru við nám. Í eitt af fáum skiptum sem þeir "fóru í bæinn" þá var Helloween í gangi hjá Könunum en Ásgeir hafði þó bara hnýtt á sig slifsið eins og hann er vanur. Skemmst er frá því að segja að fjöldinn allur af fólki var samankomin í bænum og allir í grímubúningum. Ásgeir kemur auga á biðröð sem hann taldi að hlyti að liggja inn á næsta skemmtistað og hann fer því í röðina. Þegar hann er búinn að vera þar dágóða stund, áttar hann sig á því að röðin liggur upp á svið þar sem fólk gerði grein fyrir búningi sínum. Ásgeir kunni ekki við að flýja úr röðinni og lét sig hafa það að fara upp á svið enda hefur gamla ræðuskörungnum sjaldan orðið orða vant. Þegar þangað var komið og Ásgeir stóð þar í jakkafötunum svaraði hann því einfaldlega til að hann væri að leika anorexíusjúkling!
Nú hafa kannski einhverjir haldið að ritstífla væri komin upp í Munnmælasögunum enda fáranlega langt síðan að síðasta saga birtist. En svo er aldeilis ekki og hér kemur ein klassísk frá Alabamafylki:
Fyrir einhverjum tíu árum síðan hélt Ásgeir Þór utan til Alabama og náði sér í gráðu frá háskóla í Montgomery. Ekki var nú félagslífið í líkingu við það sem Ásgeir hafði kynnst í MÍ á sínum tíma og var því frekar lítið um skemmtanir hjá þeim fjölmörgu Íslendingum sem þarna voru við nám. Í eitt af fáum skiptum sem þeir "fóru í bæinn" þá var Helloween í gangi hjá Könunum en Ásgeir hafði þó bara hnýtt á sig slifsið eins og hann er vanur. Skemmst er frá því að segja að fjöldinn allur af fólki var samankomin í bænum og allir í grímubúningum. Ásgeir kemur auga á biðröð sem hann taldi að hlyti að liggja inn á næsta skemmtistað og hann fer því í röðina. Þegar hann er búinn að vera þar dágóða stund, áttar hann sig á því að röðin liggur upp á svið þar sem fólk gerði grein fyrir búningi sínum. Ásgeir kunni ekki við að flýja úr röðinni og lét sig hafa það að fara upp á svið enda hefur gamla ræðuskörungnum sjaldan orðið orða vant. Þegar þangað var komið og Ásgeir stóð þar í jakkafötunum svaraði hann því einfaldlega til að hann væri að leika anorexíusjúkling!