<$BlogRSDURL$>

Wednesday, May 03, 2006

Orðrétt
"Samfylkingin ætlar ekki að vera neitt í slagorðunum þetta árið! Nú er það ekki tal út í loftið eða ódýrir orðaleikir sem gilda, heldur hreinar og klárar línur. Flokkurinn birtir nú heilsíðuauglýsingar í blöðum með þeim upplýsingum að einu sinni hafi Reykjavík verið smábær - og kemur það auðvitað mjög á óvart - en sé nú frábær, og er það vafalaust Samfylkingunni á einhvern hátt að þakka, þó það sé nú ekki útskýrt í auglýsingunni með öðru en mynd af Degi B. Eggertssyni.

Það er auðvitað ekki auðvelt að keppa við stjórnmálaflokk sem er svona hlaðinn röksemdum. Og ekki mun það batna hjá hinum flokkunum þegar næsta skothríð kemur frá Samfylkingunni og afsannar í eitt skipti fyrir öll þá þjóðtrú að einu sinni hafi Dagur B. Eggertsson verið voða frakkur, en sé nú froðusnakkur.

Þegar á borgarbúum dynja svo auglýsingar þar sem bent verður á það að áður hafi Reykjavík verið sveit en sé nú heit, verið græn en sé nú væn, verið möl en sé nú svöl, verið svæði en sé nú æði og verið svört en sé nú björt, þá eru úrslitin ráðin."
-Vef-þjóðviljinn þann 1. maí 2006.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?