<$BlogRSDURL$>

Monday, June 05, 2006

Eiður fer til United
Ég er virkilega farinn að hallast að því að Eiður Smári sé á leiðinni á Old Trafford. Vonandi er þetta ekki bara óskarahyggja. Staðarblaðið í Manchester fullyrðir nú, að eftirgjöf United manna til þess að blökkumaður geti farið frá Noregi til Chelsea, þýði að Unitedingar eigi nú hönk upp í jakkafataermi Chelseainga. Jafnframt telur blaðið að United sé tilbúið að splæsa 8 milljónum punda í þennan fyrrverandi KR-ing og það ætti að nægja. Það eina sem mælir gegn þessu er að Ferguson hefur ekkert talað um áhuga á Eiði opinberlega. Hins vegar hefur síðuhaldari heimildir fyrir því að Eiður vilji fara frá Chelsea þó hann geti ekki sagt það í fjölmiðlum samnings síns vegna. Blogg fólksins spáir því að fyrir helgi verði búið að boða til blaðamannafundar á OT þar sem tilkynnt verði um félagaskiptin og þar með inngöngu fyrsta Íslendingsins í Manchester United.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?