<$BlogRSDURL$>

Saturday, June 03, 2006

Júgúrvísujón
Það var víst einhver Eurovision keppni um daginn. Mjög hressandi svo sem að rokkarar skyldu vinna svona til tilbreytingar. Eitt varðandi Silvíu sem ég ætlaði alltaf að nefna hérna. Í umræðunni um framkomu hennar þá var aldrei minnst á að það var alltaf lagt upp með að fólk ætti að hata þennan karakter. Þannig var það í þáttunum hennar og öllu prómói í kringum þættina. Svo gerðist bara eitthvað slys í millitíðinni þar sem hún varð vinsæl og fólk fór að fíla þetta. En hún náði skilaboðunum aftur í gegn í restina. Þurfti reyndar að hrækja á fólk til þess en stundum er fólk bara ekki að sjá hið augljósa. Annars er þessa keppni ansi súr. Fínt að gefa skít í þetta og hrista upp í þessu. Svo sendum við þjóðlegt atriði á næsta ári: Gylfa Ægis með nikkuna, í lopapeysu og dreifbýlistúttum. Tvennt annað sem ég vil nefna. Hvað var með þetta hárblásaraatriði hjá þessari sænsku. Hún var farin að flagna af þurrki í lok lags. Og af hverju var Karl Werners eigandi Sjóvá að dansa í miðju lagi hjá Litháum? Vita Glitnis menn sem lesa þessa síðu af þessu?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?