<$BlogRSDURL$>

Saturday, June 03, 2006

Kosningar 2006
Það voru víst einhverjar kosningar um daginn. Gott ef ekki út um allt land bara. Baldur Smári komst inn. Jón Steinar komst ekki inn, enda var nú sennilega ekki lagt upp með það. Hefði hann boðið sig fram í Breiðholtinu þá hefði hann hins vegar flogið inn, enda legend í gettóinu eins og þekkt er. Ingvar Pétur félagi minn á Hellu er 2. maður á lista í hreinum meirihluta. Hann er í góðum málum. Og Hjalti vinur minn orðinn bæjarstjóri á Hornafirði. Þar er kannski komið nýtt sameiningartákn á vinstri vængnum! Nánast eini Samfylkingarleiðtoginn á landinu sem er í meirihluta. Pétur Árni félagi minn var kosningastjóri hjá Jónmundi á Seltjarnarnesi. Hann fékk ekki nema 67% greiddra atkvæða, þannig að þeir þurfa að fara í verulega naflakuskskoðun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?