<$BlogRSDURL$>

Thursday, June 01, 2006

Mugison tónleikarnir
Magga systir bauð mér á Mugison tónleikana á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti Listahátíðar og kannski hafa einhverjir sem þetta lesa hlustað á þá í útvarpinu. Öddi Muggason er með nýja liðsuppstillingu. Hann er búinn að fá með sér vönustu hljómsveitarmenn landsins í stað þess að vera einn. Um er að ræða tvo gaura sem hafa að mér skilst verið í flestum rokkhljómsveitum landsins. Síðuhaldari fílaði vel þessa nýju stemmningu hjá honum, rokkaðara en áður og svona. Meira að segja frekar hrátt rokk á köflum sem er fínt. En aðalatriðið er kannski að hann virðist sjálfur vera að skemmta sér mjög vel og framhaldið gæti orðið magnað.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?