<$BlogRSDURL$>

Wednesday, June 28, 2006

Verndarinn dregur vagninn
Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon, hefur sagt bloggþurrðinni á þessari annars ágætu bloggsíðu stríð á hendur og hefur tekið að sér að draga vagninn. Halldór hefur sent ritstjórninni ýmis skemmtilegheit í tölvupósti sem vert er að gera skil. Fyrst skal nefna ábendingu um smáauglýsingu á mbl.is þar sem segir: "Ég óska eftir Nissan Micru árgerð ´97 eða eldri. Verður að vera í góðu ásigkomulagi! Ef þú lumar á bílnum mínum vinsamlegast hafðu samband við mig í síma 8659721"...og hin útgáfan: "Óska eftir Nissan Micru. Ekki hvíta. Árgerð '98 eða eldri. Verður að vera í góðu ásigkomulagi. S: 865 9721." Það upplýsist hér með að Micran (Halldór kallar hana reyndar sápustykkið) er föl fyrir svona tvær milljónir.

Annað sem glöggt auga Halldórs fangaði í yfirreið hans yfir smáauglýsingarnar var þetta hér: "Sjónvarp á 2000 kr, vantar hljóð,(tilvalið fyrir heyrnarlausa) myndlampi í fínu lagi, Philips 28". Uppl. í s: 846-9741" Maður veltir því fyrir sér hverju tvö þúsund kallinn breyti ef fólkið ætlar að losa sig við tækið. Er mikill munur á því og að gefa tækið?

Þriðja atriðið sem Halldór benti ritstjórninni á er jafnframt það skemmtilegasta. Þar er um að ræða viðtal Fréttablaðsins við einhvern mann sem kallar sig Gilzenegger út af deilum sem sprottið hafa vegna heimasíðunnar kallarnir.is. Þessi þenkjandi maður sagði orðrétt af þessu tilefni: "Ákveðnir menn innan hópsins hafa einfaldlega girt niður um sig og skitið á sig." Halldór velti því fyrir sér hvort menn skíti á sig ef buxurnar eru hvort eð er komnar niður á hæla?

Blogg fólksins þakkar Verndaranum fyrir upplýsingaöflun og túlkun á upplýsingum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?