<$BlogRSDURL$>

Wednesday, July 26, 2006

Brúðkaupssumarið mikla 2006
Síðuhaldari fór í brúðkaup hjá skólastjóranum á Grenivík og Önnu í Eyjafjarðarhreppi um síðustu helgi. Það var geysilega gott partý og mjög viðeigandi að eigandi RB bílaleigu skyldi mæta á staðinn og taka lagið. Á sama tíma giftu Halli og Adda sig í Bolungarvík. Þangað mætti ekki nokkur kjaftur enda fór athöfnin fram í kyrrþey. Fyrr í sumar komst ég hins vegar í að steggja Harald. Það var ágætt nema að enginn okkar tólf sem steggjuðum hann vorum velkomnir í veisluna. Þegar ég var í villta vestrinu um daginn þá missti ég af tveimur steggjunum. Annars vegar hjá Valda og hins vegar hjá Ingva Hrafni en ég er boðinn í brúkaup hans og Helgu Árna í næsta mánuði. Nóg að gera fyrir vaska menn að skila sér í brúðkaup og steggjanir. Blogg fólksins óskar öllu þessu góða fólki til hamingju með árangurinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?