<$BlogRSDURL$>

Monday, July 17, 2006

Fjölmiðlar breyta sagnfræðinni
Síðuhaldari hefur ekki verið neinn sérstakur aðdáandi Ingólfs Margeirssonar í gegnum tíðina en sér nú ástæðu til þess að hrósa kalli. Þannig er mál með vexti að Ingólfur skellti sér í sagnfræði og ákvað í BA ritgerð sinni að kanna samspil fjölmiðla og sagnfræði. Skoðaði hann sérstaklega hvernig stjórnarslit ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar áttu sér stað árið 1988. Lífseig er sú saga að stjórnarsamstarfinu hafi í raun verið slitið í sjónvarpssal á stöð2 og hafa fjölmiðlar sjálfir haldið þeirri sögu á lofti. Ingólfur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þetta sé einfaldlega rangt enda hafi samstarfið verið dauðadæmt vegna ágreinings um efnahagsmál áður en til sjónvarpssþáttarins kom. Ingólfur segir þetta vera dæmigert fyrir það hvernig fjölmiðlar reyni að skrifa mannkynssöguna eftir því sem henti og þar sé hlutverk fjölmiðla gert eins mikilvægt og mögulegt er. Það er löngu ljóst hve fjölmiðlamenn eru sjálfhverfir og eru þeir mjög uppteknir af einhverju sem þeir kalla fjórða valdið. Ingólfur sýnir ágætt fordæmi með því að taka dæmi um hve illa sagan getur verið leikin af mannlegu fjölmiðlafólki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?