<$BlogRSDURL$>

Wednesday, July 19, 2006

Munnmælasögur#49
Jim Smart er ekki bara nágranni Magnúsar Más Einarssonar á Grandanum heldur er hann einnig ljósmyndari á Mogganum. Jim er af skosku bergi brotinn en hefur lifað og starfað á klakanum í alla vega tuttugu ár. Eitt sinn brá svo við að blaðamaður á Mogganum þurfti að taka einhvern í ítarlegt viðtal og við slíkar kringumstæður var viðmælanda annað hvort boðið í kaffi í gulu sófunum í Morgunblaðshöllinni eða farið á kaffihús niðri í bæ. Í þessu tilfelli barst ósk á ljósmyndadeild um að senda ljósmyndara á Mokka kaffi og var Jim Smart á vaktinni. Blaðamaður hitti viðmælanda sinn á Mokka kaffi og byrjaði að taka viðtalið. Fer að ókyrrast þegar á líður þar sem Jim lætur ekki sjá sig. Þegar viðtalinu er lokið þá fer blaðamaður að hringja í Jim og nær loks sambandi við hann í Gemsann. Þá sat Skotinn í gulu sófunum á Mogganum og beið hinn rólegasti eftir blaðamanni og viðmandanum sem hann átti að mynda. Taldi hann þá að hann hefði verið boðaður á Mogga kaffi!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?