Thursday, July 13, 2006
Orðrétt
"Í gær var birt heilsíðuauglýsing í blöðum frá afli sem kallar sig „samanhópinn“ og að honum standa ótal opinberir aðilar ásamt gúdtemplurum og fleiri hressum aðilum sem láta sig drykkju annarra miklu varða. Í auglýsingunni er mönnum ráðlagt frá því að kaupa áfengi fyrir ungt fólk, sem sé glæpsamlegt athæfi. Þessu til áréttingar er tekið fram í auglýsingunni að „heilinn [sé] ekki fullþroskaður fyrr en um 20 ára aldur“ og ættu þá flestir að skilja hvers vegna yngra fólki er ekki leyft að kaupa sér vín. Það er auðvitað vegna óþroskaðs heila.
Þessi mikilvæga ábending, frá öllum þessum merku aðilum í samanhópnum, leiðir svo hugann að því ófremdarástandi að þúsundir manna með óþroskaðan heila hafa enn þá nær frítt spil þegar kemur að öðru en því að kaupa áfengi af ríkinu. Þessu fólki er til dæmis heimilað að ganga í hjúskap - jafnvel hvert með öðru - og veittur réttur til að kjósa velflesta flokka sem bjóða fram við kosningar og taka ótal ákvarðanir sem vafasamt er að fólk með óþroskaðan heila taki hjálparlaust. En þá er traustvekjandi að vita af samanhópnum. Sem, ef marka má auglýsinguna, ritar nafn sitt í nefnifalli „samanhopurinnn“ með þremur ennum í lokin. Fer vel á því að þannig séu undirritaðar auglýsingar hópsins um að aðrir megi ekki kaupa sér vínflösku vegna óþroskaðs heila."
-Vef-þjóðviljinn 13. júlí 2006.
"Í gær var birt heilsíðuauglýsing í blöðum frá afli sem kallar sig „samanhópinn“ og að honum standa ótal opinberir aðilar ásamt gúdtemplurum og fleiri hressum aðilum sem láta sig drykkju annarra miklu varða. Í auglýsingunni er mönnum ráðlagt frá því að kaupa áfengi fyrir ungt fólk, sem sé glæpsamlegt athæfi. Þessu til áréttingar er tekið fram í auglýsingunni að „heilinn [sé] ekki fullþroskaður fyrr en um 20 ára aldur“ og ættu þá flestir að skilja hvers vegna yngra fólki er ekki leyft að kaupa sér vín. Það er auðvitað vegna óþroskaðs heila.
Þessi mikilvæga ábending, frá öllum þessum merku aðilum í samanhópnum, leiðir svo hugann að því ófremdarástandi að þúsundir manna með óþroskaðan heila hafa enn þá nær frítt spil þegar kemur að öðru en því að kaupa áfengi af ríkinu. Þessu fólki er til dæmis heimilað að ganga í hjúskap - jafnvel hvert með öðru - og veittur réttur til að kjósa velflesta flokka sem bjóða fram við kosningar og taka ótal ákvarðanir sem vafasamt er að fólk með óþroskaðan heila taki hjálparlaust. En þá er traustvekjandi að vita af samanhópnum. Sem, ef marka má auglýsinguna, ritar nafn sitt í nefnifalli „samanhopurinnn“ með þremur ennum í lokin. Fer vel á því að þannig séu undirritaðar auglýsingar hópsins um að aðrir megi ekki kaupa sér vínflösku vegna óþroskaðs heila."
-Vef-þjóðviljinn 13. júlí 2006.