<$BlogRSDURL$>

Saturday, July 08, 2006

Orðrétt
Lata stelpan er ein af þessum barnabókum sem ég man eftir úr æsku. Tékknesk að uppruna, flottar myndir og einfaldur söguþráður: Stelpa er löt og leiðinleg, kötturinn hennar og húsgögnin gera uppreisn og neyða stelpuna til að taka til og fara í bað. Mér fannst þetta bráðskemmtileg bók og keypti það alveg að það væri betra að vera hreinn og með hreint í kringum sig heldur en að liggja önugur í drullunni. En nei, hvað var ég að spá? Auðvitað var þetta ekki svona einfalt. Auðvitað voru vondar karlrembur með bókinni að menga hugi smábarna með STAÐALÍMYNDUM UM STÖÐU KYNJANNA. "Kötturinn hennar neyðir hana í meikóver og eftir það breytist hún í ofurhúsmóður," segja nokkrar bráðskarpar konur sem hafa nú stofnað Lötu stelpuna, vef um kynjajafnrétti. Ég biðst afsökunar á að hafa haft gaman af þessari andlegu nauðgun á öllum kvenmönnum veraldarinnar og mun ekki tala oftar við foreldra mína fyrir að hafa troðið þessum viðbjóði upp á mig. Ég ætla auðvitað ekki að falla í sömu gryfju og mun hafa bókabrennu á bókum sonar míns. Þær bækur sem ég brenni eru m.a.:
Birnirnir þrír - Staðalímynd. Afhverju eldaði bangsapabbi ekki grautinn?

Láki - Afhverju situr pabbinn, reykir pípu og les blað á meðan mamman býr til rauðgraut? Hrópleg niðurlæging á öllu kvenfólki.

Stúfur - Enn á ný er það kona sem eldar graut. Geta karlar ekki eldað graut í þessum bókum? Viðurstyggilegt.

Stubbur - "Mamma þvoði og þvoði" - Er þessum andstyggilegu karlrembum hjá bókaútgáfunni Björk alvara? Ég legg til að farið verði í mótmælasvelti við höfuðstöðvarnar þar til þessum viðbjóðslegu árásum á barnshugina verður hætt.

Bubbi byggir - afhverju byggir Bubba ekki frekar?

Hr. Æðislegur - Hvar er Frú Æðisleg?

Og svo það viðurstyggilegasta af öllu viðurstyggilegu:

Kata. Kata kanína, ógeðsleg staðlímynd af hinni undirokuðu húsmóður sem þrælar sér út fyrir krakka og ógeðslega karlkanínu.

Öllu þessu ógeði mun ég kveikja í í garðinum. Sonurinn verður neyddur til að horfa á og ég mun öskra vel valda kafla upp úr Píkutorfunni á meðan logarnir eyðileggja viðbjóðinn.

-Snillingurinn Dr.Gunni á heimasíðu sinni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?