<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 08, 2006

Kúrahnjúkar og Óskar Bjartmarz
Hópur fólks sem kúrir sig í tjöldum á Kúrahnjúkum hefur tekist að gera einhvern Óskar Bjartmarz yfirlöggu á Egilsstöðum að frægasta manni á Íslandi! Það er afrek út af fyrir sig en þau hefðu þó ekki náð þessum árangri nema með dyggum stuðningi íslensks fjölmiðlafólks sem lítið hefur haft fyrir stafni í sumargúrkunni. Þeim hefur verið mikið í mun að gera mótmælunum hátt undir höfði og í einum fréttatíma NFS í sumar var aukinn þungi settur í fréttina með því að segja að fjölmörg tjöld væru á svæðinu. Ég veit svo sem ekki hvað það á að segja manni. Það eru líka fjölmörg tjöld á tjaldstæðinu við sundlaug Bolungarvíkur. Dregur NFS kannski þá ályktun að fólkið í tjöldunum sé að mótmæla störfum Gunnars Hallsonar í sundlauginni? Kannski hefur hann farið gróflega út fyrir verksvið sitt með því að taka upp gítarinn á föstudagsmorgnum? Þessi gítar hefur kannski aldrei farið í lögformlegt umhverfismat! Öll þessi tjöld hljóta að segja fréttamönnum eitthvað.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?