<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 15, 2006

Sumarblogg
Bloggheimar eru tiltölulega rólegir yfir sumarvertíðina. Sjálfur hefur síðuhaldari verið fremur afslappaður í uppfærslum en reynir að koma jafnvægi á þetta með haustinu. Maður tekur líka eftir því að heimsóknir eru mun færri en á veturna. En Kalli Hallgríms er á góðri leið með að verða einn ferskasti sumarbloggari lands og þjóðar. Undanfarið hefur hann bæði rifjað upp skemmtilegar sögur úr boltanum í villta vestrinu og mælst til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í ríkisstjórn, með því skilyrði reyndar að hann verði undir verndarvæng vinstri grænna. Ég sá Kalla reyndar tilsýndar í Borgarnesi á miðvikudagskveldið en það er auðvelt að þekkja hann á göngulaginu. Þetta var í Hyrnunni og merkilegt fannst mér hvernig hann náði að halda takföstu göngulaginu með fullan matarbakka í fanginu. Ég náði ekki að kasta kveðju þar sem ég var að hoppa upp í rútu. Kíkið á Kalli(nn) - hann er hress.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?