<$BlogRSDURL$>

Tuesday, September 26, 2006

Brjósklos#2
Já varðandi losið á brjóskinu þá leitaði ég til sjúkraþjálfara sem ég var hjá í boltanum í dentid eftir fjögurra daga verki. Að sögn vitna tók síðuhaldari verkjunum af æðruleysi þó svo að þeir hefðu verið nægir til þess að senda venjulegt fólk í rúmið. Það er nú önnur saga og fallegri. Rúnar sjúkraþjálfari sendi mig til Doktors Boga Jónssonar bæklunarskurðlæknis, sem áframsendi mig í sneiðmyndatöku í Domus Medica. Í myndatökunni fannst mér í fyrsta skipti á ævinni sem ég væri tilraunadýr hjá Nasa. Þá var sjúklingurinn tjakkaður upp og rennt inn í stærðarinnar tæki sem minnti einna helst á líkbrennsluofn. Ekki beinlínis eins og Kodak einnotamyndavélarnar.

Niðurstöðurnar voru svo bæði sorglegar og skemmtilegar. Brjóstklos á milli 4. og 5. hryggjarliðs, úrskurðaði Doktor nokkrum dögum seinna og bætti svo við óborganlegri greiningu: "Þú ert með þröng mænugöng" !!!!! Það er nefnilega það, ég er með þröng mænugöng, hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég tjáði skjólstæðingi mínum Gunnari Sigurðssyni þetta og þegar hann mátti loks mæla fullyrti hann að þetta yrði hann með í prógramminu hjá sér á næstu 30 árshátíðum. Það finnst mér svo sem ekki skrítið. Það er eitthvað mjög kómískt við það að vera með þröng mænugöng. Hvað sem það nú þýðir. Kannski þýðir þetta að ég hafi fundið upp meiðsli sem Danni hefur ekki náð sér í?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?