<$BlogRSDURL$>

Saturday, September 02, 2006

Orðrétt
"Það er viðbúið að frændurnir Guðmundur Birgir og Haukur Sigurbjörn hnipri sig saman og fái vægt taugaáfall þegar þeir lesa þessa færslu. Gummi sagði mér nefnilega frá þeirri óskemmtilegu reynslu sinni frá því á síðasta laugardag þegar þeir frændur höfðu ætlað sér að hitta Magnús Hauks og Ragnheiði á Kaffibrennslunni, þar sem þau voru að gæða sér á menningarnæturkræsingum. En það vildi ekki betur en svo að þeir frændur festust á leiðinni.

Jú Kristinn, þeir festust í mannþrönginni fyrir framan Landsbankann við Austurstræti þar sem fólk var komið saman til að hlýða á stórsveitina Mezzoforte. Þeir komust hvorki lönd né strönd, þeim var byrjað að líða mjög illa og Gumma var hugsað til hörmungana á Pearl Jam tónleikum á Hróaskeldu um árið. Þá fyrst fór að kárna gamanið þegar hljómsveitin hóf að leika hið gamalkunna lag "Garden party". Fólk æpti og skríkti. Þeir frændur örugglega líka. Að lokum var þeim það til happs að fólk fór að skekja sér að miklum mætti og losnaði því töluvert um þrengslin. Þeir voru æði fegnir að komast á Kaffibrennsluna í faðm Magga og Rönku sem beðið höfðu hin rólegustu við undirfagra fusion tóna Mexxoforte-manna, grunlaus um þá hörðu lífsbaráttu sem átti sér stað á sama tíma."
-Kriss Rokk bókaútgáfufrömuður í commentakerfinu á bloggi Kristinns Hermanns.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?