<$BlogRSDURL$>

Friday, October 13, 2006

Fallandi "stjarna"
Jónas Kristjánsson fyrrverandi ógeðisritstjóri DV hlýtur að vera einn ómálefnalegasti maður landsins. Það er eitthvað sem hlýtur að hafa aukist hratt í seinni tíð enda skilst mér að maðurinn hafi verið fremur vinsæll penni á árum áður. Félagi minn Sigurður Kári lagði fram frumvarp vegna ærumeiðinga við upphaf þings þar sem meðalið er að þyngja sektir fyrir ærumeiðingar. Þeim vinkli sleppti Jónas þegar hann hannaði siðareglur fyrir DV. Jónas hefur þetta um málið að segja á heimasíðu sinni:

"Vladimir Pútín hefur fundið einfaldari leið en Sigurður Kári til að þagga niður í blaðamönnum, sem skrifa illa um fólk. Anna Politkovskaja var skotin til bana, því að hún var að skrifa grein um pyndingar rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Sigurður Kári er á svipuðum nótum og ríkisstjórnin í Írak, sem hefur sett lög um, að blaðamenn skuli ekki vera með neinn dónaskap. Þar í landi hafa 130 blaðamenn verið drepnir, en nú hafa hrannast upp málaferli gegn þeim, sem tala út um spillingu embættismanna. Allir verða þeir dæmdir og munu fá risaháar sektir. Er Sigurður Kári ekki í röngu landi?"

Maður sem bregst við þessu sakleysilega frumvarpi með þessum hætti á eitthvað verulega erfitt með rökhugsun. Raunar á Jónas það til að bregðast ókvæða við að minnsta tilefni. Skemmst er að minnast þess þegar Landlæknir gagnrýndi myndbirtingu DV af sjúklingi sem grunur lék á að væri með hermannaveiki. Landlæknir fékk heldur betur fyrir ferðina í næsta leiðara. Mér hefur fundist sem Jónas hrópi hærra eftir því sem að minna er hlustað á hann. Verði þá grófari og ósvífnari. Sigurjóns Þórðarsonar cindrumið, svokallað.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?