Friday, October 13, 2006
Grímur bæjó
Ritstjóri Bloggs fólksins hefur fengið fjölmörg hótunarbréf þess efnis að honum sé hollast að fjalla eitthvað um ráðningu í bæjarstjóradjobbið í Bolungarvík á þessu annars ágæta bloggi. Hefur síðuhaldari verið sakaður um að reyna að þagga ráðninguna í hel og því best að bæta úr því þar sem nánast ekkert var um hana fjallað í fjölmiðlum. Fyrst var ég frekar hissa þegar ég heyrði af ráðningu Gríms en þó í aðra röndina nokkuð létt yfir því að cv-istinn Glúmur Baldvins hefði ekki verið ráðinn. Mér rann þó kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég komst að því að bæjarstjórinn hefði kosið að nefna fyrirtæki sitt Austur-Þýskaland. En þó er ekki víst að ástæðan fyrir því tengist pólitík. Kannski var maðurinn veikur fyrir afrekskonum Austur Þjóðverja í kastkreinum á Ólympíuleikum? Eftir að hafa spurst fyrir á Mogganum þá komst ég að því að maðurinn þætti sniðugur og duglegur. Við það róaðist síðuhaldari töluvert. Tek líka undir með Kalla Hallgríms að Kristján Freyr og Gummi Halldórs myndu ekki vera með einhverjum vitleysingi í hljómsveit.
Eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan voru skiptar skoðanir um hvort ráðningu sem þessa þurfi ekki að útskýra sérstaklega fyrir umbjóðendum. Ef ég tæki undir það sjónarmið væri ég að taka undir sjónarmið varðandi ráðningar sem eru mér ekki að skapi. Ég er almennt þeirrar skoðunnar að ferilskrár segi ekki alla söguna um umsækjendur. Að hafa menntun og starfsreynslu er gott og blessað en persónuleikinn og mannleg samskipti hljóta að vega þungt. Það er vandmælt og þess vegna aldrei tekið með í reikninginn þegar Hjördísar Hákonardætur þessa lands, kæra ráðningar vegna skorts á kvenkyni eða meintri vanhæfni þess sem ráðinn var. Á meðal umsækjenda voru til dæmis menn sem ég kannaðist ekki við en höfðu menntun sem ætti að vera heppileg í bæjarstjórnun: Mastersgráður í fjármálastjórn og opinberi stjórnsýslu. Hins vegar getur vel verið að þessir menn fari úr öllum fötunum og maki sig út í marmelaði. Slíkt vill gjarnan gleymast í cv upptalningu.
Mér finnst því ekki að meirihlutinn þurfi að rökstyðja ráðninguna opinberlega. Þau hafa lýðræðislegt umboð og eiga að taka ákvarðanir. Þau þurfa jafnframt að vinna með þeim sem er ráðinn og eiga að velja þann sem þau treysta best. Aðhaldið hafa þau með kosningum og verði Bolvíkingar ósáttir við hvernig til tókst, mun það bitna á meirihlutanum eftir fjögur ár. Svo einfalt er það að mínu mati. Á hinn bóginn get ég vel skilið að einhverjum þyki þessi neitun á rökstuðningi sérkennileg í ljósi þess að nokkru púðri var eytt í að tala um íbúalýðræði í kosningabaráttunni. Það slagorð virðist því hafa verið innihaldslítið en það breytir í engu minni skoðun á málinu enda hef ég ekki mikla trú á íbúalýðræði á borði, frekar en minn gamli kennari Gunnar Helgi Kristinsson.
Blogg fólksins óskar Grímsa velgengni í starfi.
Ritstjóri Bloggs fólksins hefur fengið fjölmörg hótunarbréf þess efnis að honum sé hollast að fjalla eitthvað um ráðningu í bæjarstjóradjobbið í Bolungarvík á þessu annars ágæta bloggi. Hefur síðuhaldari verið sakaður um að reyna að þagga ráðninguna í hel og því best að bæta úr því þar sem nánast ekkert var um hana fjallað í fjölmiðlum. Fyrst var ég frekar hissa þegar ég heyrði af ráðningu Gríms en þó í aðra röndina nokkuð létt yfir því að cv-istinn Glúmur Baldvins hefði ekki verið ráðinn. Mér rann þó kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég komst að því að bæjarstjórinn hefði kosið að nefna fyrirtæki sitt Austur-Þýskaland. En þó er ekki víst að ástæðan fyrir því tengist pólitík. Kannski var maðurinn veikur fyrir afrekskonum Austur Þjóðverja í kastkreinum á Ólympíuleikum? Eftir að hafa spurst fyrir á Mogganum þá komst ég að því að maðurinn þætti sniðugur og duglegur. Við það róaðist síðuhaldari töluvert. Tek líka undir með Kalla Hallgríms að Kristján Freyr og Gummi Halldórs myndu ekki vera með einhverjum vitleysingi í hljómsveit.
Eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan voru skiptar skoðanir um hvort ráðningu sem þessa þurfi ekki að útskýra sérstaklega fyrir umbjóðendum. Ef ég tæki undir það sjónarmið væri ég að taka undir sjónarmið varðandi ráðningar sem eru mér ekki að skapi. Ég er almennt þeirrar skoðunnar að ferilskrár segi ekki alla söguna um umsækjendur. Að hafa menntun og starfsreynslu er gott og blessað en persónuleikinn og mannleg samskipti hljóta að vega þungt. Það er vandmælt og þess vegna aldrei tekið með í reikninginn þegar Hjördísar Hákonardætur þessa lands, kæra ráðningar vegna skorts á kvenkyni eða meintri vanhæfni þess sem ráðinn var. Á meðal umsækjenda voru til dæmis menn sem ég kannaðist ekki við en höfðu menntun sem ætti að vera heppileg í bæjarstjórnun: Mastersgráður í fjármálastjórn og opinberi stjórnsýslu. Hins vegar getur vel verið að þessir menn fari úr öllum fötunum og maki sig út í marmelaði. Slíkt vill gjarnan gleymast í cv upptalningu.
Mér finnst því ekki að meirihlutinn þurfi að rökstyðja ráðninguna opinberlega. Þau hafa lýðræðislegt umboð og eiga að taka ákvarðanir. Þau þurfa jafnframt að vinna með þeim sem er ráðinn og eiga að velja þann sem þau treysta best. Aðhaldið hafa þau með kosningum og verði Bolvíkingar ósáttir við hvernig til tókst, mun það bitna á meirihlutanum eftir fjögur ár. Svo einfalt er það að mínu mati. Á hinn bóginn get ég vel skilið að einhverjum þyki þessi neitun á rökstuðningi sérkennileg í ljósi þess að nokkru púðri var eytt í að tala um íbúalýðræði í kosningabaráttunni. Það slagorð virðist því hafa verið innihaldslítið en það breytir í engu minni skoðun á málinu enda hef ég ekki mikla trú á íbúalýðræði á borði, frekar en minn gamli kennari Gunnar Helgi Kristinsson.
Blogg fólksins óskar Grímsa velgengni í starfi.