<$BlogRSDURL$>

Friday, October 13, 2006

Hvað er málið?
Það er ævintýralegt hvað Íslendingar nenna að snobba fyrir Jókó Ó Nó. Hvað er búið að gera margar fréttir og taka mörg viðtöl út af þessu súluveseni? Súla með engum súludansi. Frekar dasað. Hennar arfleið verður að hafa splundrað einu besta bandi sem tjúttað hefur á jarðkringlunni og þetta friðarbrölt hennar breytir því ekki. Enda hefur sjaldnast verið mjög friðsamlegt í kringum hana að mér skilst. Friðarsinnarnir sem spörkuðu í hundinn fyrir utan Stjórnarráðið ættu að vera sendir í heimsókn til hennar. Þessi súla getur svo verið fánastöng á golfvellinum sem búinn verður til í Viðey.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?