Tuesday, October 03, 2006
Munnmælasögur#52
Fyrir nokkrum árum fékk síðuhaldari sér símalínu inn í dúfnakofann á Grandaveginum. Fulltrúi EG ættarinnar hjá Símanum, Stuðfinnur Einarsson, var settur í málið og úr varð númerið 5621977. Síðuhaldara var illilega brugðið þegar fyrsti gluggapósturinn frá Símanum skilaði sér og þar stóð: Kristján Jónsson, Star Wars aðdáandi númer 1! Þegar þetta var borið undir Stuðfinn svaraði hann: "Já 77. Fékkstu þér ekki númerið 1977 út af því að þá var fyrsta Star Wars myndin sýnd?" Eftir nokkra þögn þá svaraði ég því til að ég hefði einfaldlega fengið mér númerið vegna þess að um væri að ræða fæðingarár mitt. Málið væri nú ekki flóknara en svo. Raunar er síðuhaldari á meðal sístu Star Wars sérfræðinga landsins og hefur ekki einu sinni séð allar myndirnar, hvað þá annað. Man líklega best eftir Spaceballs. En nálgun Stuðfinns á viðfangsefni sín hjá Símanum er allrar athygli verð. Rétt er að geta þess að hann hefur ekki enn fengist til þess að breyta þessum titli á gluggapóstinum.
Fyrir nokkrum árum fékk síðuhaldari sér símalínu inn í dúfnakofann á Grandaveginum. Fulltrúi EG ættarinnar hjá Símanum, Stuðfinnur Einarsson, var settur í málið og úr varð númerið 5621977. Síðuhaldara var illilega brugðið þegar fyrsti gluggapósturinn frá Símanum skilaði sér og þar stóð: Kristján Jónsson, Star Wars aðdáandi númer 1! Þegar þetta var borið undir Stuðfinn svaraði hann: "Já 77. Fékkstu þér ekki númerið 1977 út af því að þá var fyrsta Star Wars myndin sýnd?" Eftir nokkra þögn þá svaraði ég því til að ég hefði einfaldlega fengið mér númerið vegna þess að um væri að ræða fæðingarár mitt. Málið væri nú ekki flóknara en svo. Raunar er síðuhaldari á meðal sístu Star Wars sérfræðinga landsins og hefur ekki einu sinni séð allar myndirnar, hvað þá annað. Man líklega best eftir Spaceballs. En nálgun Stuðfinns á viðfangsefni sín hjá Símanum er allrar athygli verð. Rétt er að geta þess að hann hefur ekki enn fengist til þess að breyta þessum titli á gluggapóstinum.