<$BlogRSDURL$>

Tuesday, October 31, 2006

Ritdeiluaðvörun
Svo virðist sem löng og leiðinleg ritdeila sé í uppsiglingu á milli Sigurjóns SME Egilssonar og Jóhanns Haukssonar um það hverjir reyndust aumingjar og hverjir ekki, þegar eigendur fréttablaðsins Fréttablaðið tóku fram fyrir hendurnar á ritstjórninni. Þeir virðast þó sammála um að Fréttablaðið sé ömurlegt alveg eins og þeir voru sammála um hversu æðislegt Fréttablaðið væri þegar þeir unnu þar.

Annars hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að Jóhann Hauksson sé snarklikkaður og ég styrktist í þeirri skoðun þegar ég sá hann í Silfrinu um daginn. Þegar hann var ekki með orðið þá starði hann með undirskálaaugunum á málninguna í loftinu. En grun minn fékk ég endanlega staðfestan um daginn þegar maðurinn viðurkenndi að hann hæfi daginn á því að dansa! Það er kannski hægt að fyrirgefa sumu fólki fyrir að vera morgunhresst, en þetta er nú bara ávísun á innlögn á stofnun. Stundum er sagt að fólk dansi til að gleyma. Vonandi dansar hann til þess að gleyma hversu slæmur fréttamaður hann hefur verið í gegnum tíðina. Það virðist þó leynast húmor í Jóhanni, samanber þegar hann sótti um fréttastjórastöðuna á RÚV og þóttist stórmóðgaður þegar hann fékk hana ekki. Honum er því kannski ekki alls varnað.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?