Friday, October 20, 2006
Íþróttahúsagagnrýni#1
Blogg fólksins kynnir með stolti nýjan dagskrárlið. Um er að ræða íþróttahúsagagnrýni þar sem rýnt er í aðbúnað íþróttafréttamannsins, tónlist í húsinu og síðast en ekki síst: bakkelsið. Við hefjum leik á síðustu tveimur heimsóknum síðuhaldara sem voru í Austurbergið á sunnudag og í Seljaskóla í kvöld. Njótið.
Austurberg:
Síðuhaldari þurfti að biðja um leikskýrslu sjálfur sem er mínus en nóg pláss var í blaðamannastúkunni sem er plús. Hins vegar var ekki boðið upp á neitt bakkelsi sem er hneyksli - ekki einu sinni kaffi sem er nú yfirleitt á staðnum. Í Austurbergi spiluðu með Jerry Lee Lewis í hálfleik sem var fínt: Great balls of fire. Fyrir leik var ÍR lagið spilað sem er hefðbundið en einnig var Baywatch lagið spilað! Það kom á óvart en er vísbending um að enn sé bilaður húmor í gangi hjá handknattleiksdeild ÍR þó svo að Sveppi og Robbi Ég hafi snúið sér að öðru.
Seljaskóli:
Í íþróttahúsinu í Seljaskóla fékk Pétur Magnússon ófá höfuðhöggin í dentid. En það er nú önnur saga og sorglegri. Aftur að gagnrýninni. Engin leikskýrsla á staðnum og ekki fáanleg. Stór mínus en ástæðan mun vera einhver bilun hjá ritaraborðinu. Tónlistin í Hellinum er ávallt í lagi og þar eru Stónsarar í hávegum hafðir. Þar leika menn sér ekkert með einhverjar tilraunir heldur eru í klassíkinni en engin áhætta tekin í gettóinu. Cretance Clearwater Revival var einnig í græjunum þetta kvöld og The Who lagið sem er í CSI Miami. ÍR-ingar fá plús fyrir að láta síðuhaldara hafa kók og prins í hléinu. Öruggt val sem ekki stuðar neinn.
Blogg fólksins kynnir með stolti nýjan dagskrárlið. Um er að ræða íþróttahúsagagnrýni þar sem rýnt er í aðbúnað íþróttafréttamannsins, tónlist í húsinu og síðast en ekki síst: bakkelsið. Við hefjum leik á síðustu tveimur heimsóknum síðuhaldara sem voru í Austurbergið á sunnudag og í Seljaskóla í kvöld. Njótið.
Austurberg:
Síðuhaldari þurfti að biðja um leikskýrslu sjálfur sem er mínus en nóg pláss var í blaðamannastúkunni sem er plús. Hins vegar var ekki boðið upp á neitt bakkelsi sem er hneyksli - ekki einu sinni kaffi sem er nú yfirleitt á staðnum. Í Austurbergi spiluðu með Jerry Lee Lewis í hálfleik sem var fínt: Great balls of fire. Fyrir leik var ÍR lagið spilað sem er hefðbundið en einnig var Baywatch lagið spilað! Það kom á óvart en er vísbending um að enn sé bilaður húmor í gangi hjá handknattleiksdeild ÍR þó svo að Sveppi og Robbi Ég hafi snúið sér að öðru.
Seljaskóli:
Í íþróttahúsinu í Seljaskóla fékk Pétur Magnússon ófá höfuðhöggin í dentid. En það er nú önnur saga og sorglegri. Aftur að gagnrýninni. Engin leikskýrsla á staðnum og ekki fáanleg. Stór mínus en ástæðan mun vera einhver bilun hjá ritaraborðinu. Tónlistin í Hellinum er ávallt í lagi og þar eru Stónsarar í hávegum hafðir. Þar leika menn sér ekkert með einhverjar tilraunir heldur eru í klassíkinni en engin áhætta tekin í gettóinu. Cretance Clearwater Revival var einnig í græjunum þetta kvöld og The Who lagið sem er í CSI Miami. ÍR-ingar fá plús fyrir að láta síðuhaldara hafa kók og prins í hléinu. Öruggt val sem ekki stuðar neinn.