Tuesday, October 10, 2006
Skólastjóri baðar sig í sviðsljósinu
Haldiði að Valdimar Víðisson skólastjóri og fyrrverandi togarasjómaður hafi ekki troðið sér á forsíðu blaðsins Blaðið í dag. Og hvert er hið aðkallandi umræðuefni viðtalsins? Jú óhefðbundið heimanám! Ég hef aldrei á ævinni sofnað jafn oft yfir einni stuttri blaðagrein eins og þessari. (Eða jú kannski einu sinni: Þegar hinn meðvitaði þingmaður Ágúst Ágúst Ágústsson heimsótti húsakynni Mæðrastyrksnefndar í aðdraganda síðustu kosninga, og lenti fyrir magnaða tilviljun í viðtali út af því við Fréttablaðið daginn eftir. En það er nú önnur saga og fallegri.) Það sem máli skiptir er að skólastjórinn á Grenivík skuli hafa greiðan aðgang að fjölmiðlafólki til þess að segja frá símtölum sem hann fær frá starfssystkinum sínum. Annars hef ég aldrei fengið almennilegan botn í hvers vegna þessi metnaðarfulli skólameistari sótti ekki um stöðuna í Víkinni síðast.
Haldiði að Valdimar Víðisson skólastjóri og fyrrverandi togarasjómaður hafi ekki troðið sér á forsíðu blaðsins Blaðið í dag. Og hvert er hið aðkallandi umræðuefni viðtalsins? Jú óhefðbundið heimanám! Ég hef aldrei á ævinni sofnað jafn oft yfir einni stuttri blaðagrein eins og þessari. (Eða jú kannski einu sinni: Þegar hinn meðvitaði þingmaður Ágúst Ágúst Ágústsson heimsótti húsakynni Mæðrastyrksnefndar í aðdraganda síðustu kosninga, og lenti fyrir magnaða tilviljun í viðtali út af því við Fréttablaðið daginn eftir. En það er nú önnur saga og fallegri.) Það sem máli skiptir er að skólastjórinn á Grenivík skuli hafa greiðan aðgang að fjölmiðlafólki til þess að segja frá símtölum sem hann fær frá starfssystkinum sínum. Annars hef ég aldrei fengið almennilegan botn í hvers vegna þessi metnaðarfulli skólameistari sótti ekki um stöðuna í Víkinni síðast.