<$BlogRSDURL$>

Thursday, November 02, 2006

Einar Kristinn og prófkjörið
Síðuhaldari er ekki einn í því að rembast við að vera sniðugur í umræðu um stjórnmál. Tveir aðrir í þeim hópi eru Pétur Gunnarsson og Jónas Kristjánsson. Undanfarið hafa þeir báðir fullyrt, að Einar Kristinn hafi verið að ná sér í prik fyrir meint prófkjör, er hann aflétti banni við því að hvalveiðimenn fari á sjó. Nú var ég stuðningsmaður þess að Sjálfstæðisflokkurinn héldi prófkjör í Norðvesturkjördæmi en ég hef hins vegar ekki orðið var við að það væri raunin. Heldur þvert á móti vildu kommarnir í Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi hafa miðstýrða uppstillingu, og er það eina kjördæmið þar sem flokkurinn stendur fyrir slíku fyrir þessar kosningar. En þar sem að Pétur og Jónas gefa sig út fyrir að vera iðulega með puttann á púlsinum þá kann þetta að hafa breyst. Varla fara þessir snillingar með rangt mál.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?