<$BlogRSDURL$>

Wednesday, November 29, 2006

Munnmælasögur#54
Það er orðið svívirðilega langt síðan að síðasta Munnmælasaga datt hér inn. En sú 54. er góð og er af verndara bloggs fólksins, Halldóri Magnússyni Gleðipinna. Sagan gerist er HáEmm stundaði nám af krafti við MÍ til forna og síðar verður önnur saga dregin fram frá þeirri skólagöngu og er þá fjallað um skyndipróf hjá HáEmm í tjáningu.

"Þegar Gleðipinnarnir voru í MÍ þá var kunnur enskukennari, Guðjón Ólafsson, nýbyrjaður að kenna við skólann og átti eftir að gera lengi. Þegar Halldór átti að skila ritgerð hjá Guðjóni þá leitaði hann að sjálfsögðu til eldri systur sinnar sem sjaldan eða aldrei fékk undir 9 í einkunn. Hjá henni fékk hann ritgerð sem hafði fengið einkunina 9 örfáum árum áður og hafði verið skilað hjá öðrum enskukennara. Halldóri var því ekkert að vandbúnaði nema að breyta forsíðunni sem hann og gerði. Þegar Guðjón skilaði ritgerðunum sá Halldór að hann hafði fengið 7 í einkunn sem honum fannst heldur rýr uppskera þar sem hann hafði skilað ritgerð upp á 9. Í rökstuðningi Guðjóns stóð meðal annars: Að mörgu leyti mjög góð ritgerð en kannski full samhengislaus. Samhengislaus! Hvaða dauðans della, hugsaði Halldór með sér. Þegar hann fór að blaða í gegnum ritgerðina áttaði hann sig á því að hann hafði einhvers staðar tapað tveimur heilum blaðsíðum innan úr ritgerðinni og því ekki furða að Guðjóni hafi fundist hún fremur samhengislaus."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?