<$BlogRSDURL$>

Thursday, November 09, 2006

Orðrétt
"Ungur maður sem ég þekki vel hefur í dag og í gær gert fátt annað en að taka á móti sms skilaboðum vegna prófkjörs Samfylkingarinnar. Hann hefur verið ákaft hvattur af Samfylkingarfólki í kraganum til að mæta á kjörstað og hefur fengið vel á þriðja tug sms skilaboða. Það væri svosem lítið við þetta að athuga ef ekki væri um að ræða 11 ára gamlan fósturson minn, hann Sindra. Þeir stjórnmálamenn sem eru svo desperat að reyna að véla ófermt barnið í prófkjörsslaginn eru Jakob Frímann, Sandra Franks, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnar, Magnús Norðdahl, Gummi Steingríms, Gunnar Svavarsson, Kristján Sveinbjörnsson, Anna Sigríður Guðnadóttir og Bjarni Gaukur Þórmundsson. Flestir hafa sent fleira en eitt sms.....Sindri er vinsæll hjá Samfylkingunni því á síðast kjördag var hann boðaður á kosningavökufylleri um kvöldið klukkan 21:30. Hann komst því miður ekki því hann var að leika sér með tindátana sína.....Að lokum vil ég biðja Samfylkingarfólk í prófkjörsham afsökunar á að Katla (sjö mánaða) og Salka (þriggja ára) eru símalausar sem stendur. Ef Samfylkingafólk þarf að koma til þeirra einhverjum áríðandi pólitískum boðskap þá er hægt að gera það í kommentakerfinu hér að neðan."
-Sigmar Guðmundsson, Simmi á X-inu, á bloggi sínu 3. nóvember 2006.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?