<$BlogRSDURL$>

Sunday, December 03, 2006

Atvinnustjórnmálamanni sagt upp
Margrét Sverrisdóttir atvinnustjórnmálamaður virðist hafa misst 50% vinnu sinnar og er ekki lengur framkvæmdarstjóri þingflokks "Frjálslynda" flokksins. Eins og alltaf þegar atvinnustjórnmálamenn missa vinnu sína hefur þetta farið illa í Margréti. Eins og fram hefur komið í umræðunni hefur hún sem framkvæmdarstjóri flokksins og framkvæmdarstjóri þingflokksins verið atvinnustjórnmálamaður árum saman. Ég öfunda ekki Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi varaþingmann Sjálfstæðisflokksins af þeirri stöðu sem hann er lentur í. Öðru megin við sig er hann með þingmenn sína; sprengjusérfræðinginn og Sigurjón Goða og hinu megin eru mæðginin; Guðfaðirinn og vonarstjarnan. Margrét mun víst eiga mikið persónufylgi í röðum "Frjálslyndra" og því líklegra mikilvægara fyrir Guðjón að halda henni góðri heldur en Jóni sæta Magnússyni. Hún gæti hæglega boðið sig fram gegn honum á næsta landsfundi flokksins.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?