Sunday, December 03, 2006
Herkænska Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir getur verið mjög sniðug þegar vel liggur á henni og sérstaklega koma klókindi hennar í ljós þegar kemur að innanflokksátökum. Í ræðu á einhverri flokkssamkomunni kvað hún upp þann úrskurð að kjósendur treystu ekki þingflokki Samfylkingarinnar fyrir landsstjórninni. Sjálfsagt er þetta alveg hárrétt hjá henni en flokkurinn hefur verið í frjálsu falli í könnunum síðan hún fékk góða kosningu í formannsembættið og Ágúst Ágústs fékk yfirnáttúrulega kosningu í varaformanninn. Þegar flokkur fær ekki meðbyr er spjótunum stundum beint að forystu hans og stuðningsmenn Ingibjargar hikuðu ekki við það þegar Össur var formaður. Nú hafa einhverjir pískrað laumulega um hver gæti orðið næsti formaður Samfylkingarinnar og hefur til dæmis Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Straumsvíkinga verið nefndur í því sambandi. Einnig hefur heyrst að Gunnar Valþórsson sé hættur á blaðinu Blaðið og kemur hann því einnig til greina. En nú hefur Ingibjörgu líklega tekist að beina umræðunni um vanda Samfylkingarinnar frá forystu hans, því þingflokkurinn skal bera ábyrgðina allur sem einn. Þetta er dæmi um pólitísk klókindi því þessi áhersla hennar komst í hámæli hjá fréttastofum allra fjölmiðla.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir getur verið mjög sniðug þegar vel liggur á henni og sérstaklega koma klókindi hennar í ljós þegar kemur að innanflokksátökum. Í ræðu á einhverri flokkssamkomunni kvað hún upp þann úrskurð að kjósendur treystu ekki þingflokki Samfylkingarinnar fyrir landsstjórninni. Sjálfsagt er þetta alveg hárrétt hjá henni en flokkurinn hefur verið í frjálsu falli í könnunum síðan hún fékk góða kosningu í formannsembættið og Ágúst Ágústs fékk yfirnáttúrulega kosningu í varaformanninn. Þegar flokkur fær ekki meðbyr er spjótunum stundum beint að forystu hans og stuðningsmenn Ingibjargar hikuðu ekki við það þegar Össur var formaður. Nú hafa einhverjir pískrað laumulega um hver gæti orðið næsti formaður Samfylkingarinnar og hefur til dæmis Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Straumsvíkinga verið nefndur í því sambandi. Einnig hefur heyrst að Gunnar Valþórsson sé hættur á blaðinu Blaðið og kemur hann því einnig til greina. En nú hefur Ingibjörgu líklega tekist að beina umræðunni um vanda Samfylkingarinnar frá forystu hans, því þingflokkurinn skal bera ábyrgðina allur sem einn. Þetta er dæmi um pólitísk klókindi því þessi áhersla hennar komst í hámæli hjá fréttastofum allra fjölmiðla.