<$BlogRSDURL$>

Wednesday, December 13, 2006

Stefán Ólafsson í fortíð og nútíð
Stundum er sagt að pólitíkin hafi gjörbreyst við fall Sovétríkjanna og eftir að RR og MG bundu enda á kalda stríðið. Jafnvel ganga sumir spekingar svo langt að segja ekki sé lengur til neitt sem sé hægri og vinstri í pólitík. Ég gef nú ekki mikið fyrir slíkar fullyrðingar. Ágætt dæmi er Stefán Ólafsson hugmyndafræðingur stjórnarandstöðunnar í skattamálum. Þegar þátturinn með honum, Birgi Birni, Sameiningartákninu og Milton Friedman var endursýndur á mánudagskvöldið, þá rann upp fyrir mér ljós að umfjöllunarefni Stefáns nú á dögum er það nákvæmlega sama og þegar þátturinn fór í loftið árið 1984. Þetta segi ég alls ekki til að lasta Stefán, heldur til þess að benda á að sum þrætueplin deyja ekki út hvort sem kalt stríð er í gangi eða ekki. Eins og stærð ríkisvaldsins, skattpíninginu og fleira og fleira.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?