Sunday, December 10, 2006
Var Ronaldinho einn af þeim bestu 2006?
Mér finnst þessi spurning eiga rétt á sér eftir að Ronaldinho hefur verið tilnefndur sem besti knattspyrnumaður ársins. Að mínu mati byrjaði hann árið vel og er að enda árið vel. Hann lék hins vegar ekki vel frá mars - nóvember. Það er drjúgur tími. Auk þess er þetta HM ár og ég er þeirrar skoðunar að þessi verðlaun eigi að miðast við frammistöðu á HM. Það er sviðið sem allir knattspyrnumenn vilja leika á og tækifærið kemur aðeins á fjögurra ára fresti. Varlega áætlað var Ronaldinho ekki á meðal 100 bestu manna keppninnar og þegar við bætist, að hann sást ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá finnst mér rökin fyrir því að verðlauna hann sérstaklega vera fremur veik.
Mér finnst þessi spurning eiga rétt á sér eftir að Ronaldinho hefur verið tilnefndur sem besti knattspyrnumaður ársins. Að mínu mati byrjaði hann árið vel og er að enda árið vel. Hann lék hins vegar ekki vel frá mars - nóvember. Það er drjúgur tími. Auk þess er þetta HM ár og ég er þeirrar skoðunar að þessi verðlaun eigi að miðast við frammistöðu á HM. Það er sviðið sem allir knattspyrnumenn vilja leika á og tækifærið kemur aðeins á fjögurra ára fresti. Varlega áætlað var Ronaldinho ekki á meðal 100 bestu manna keppninnar og þegar við bætist, að hann sást ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá finnst mér rökin fyrir því að verðlauna hann sérstaklega vera fremur veik.