Thursday, January 18, 2007
Framboðsmál Sleggjunnar
Mikið er nú rætt um ritað um þá ákvörðun Framsóknarflokksins að kljúfa sig út úr Kristni H. Gunnarssyni og fara í sérframboð gegn honum í vor. Ólíklegasta fólk fabúlerar nú um hvar, og fyrir hverja, Kristinn muni fara fram. Enginn virðist velta því fyrir sér hvort hann fari fram enda sagði hann á stöð2 í gær að hann ætlaði sér að starfa áfram á þingi. Ég tel engar líkur á því að Kristinn fari í sérframboð. Hann næði aldrei 5% og það veit hann ábyggilega sjálfur. Hann er því mest orðaður við "Frjálslynda" og meðal annars er talið líklegt að hann leiði annan Reykjavíkurlistann. Að því tilefni hafa þeir Andrés Magg og Freyr Eyjólfs sett saman skemmtilega mynd af Sleggjunni á Kaffibarnum en hana má finna á bloggi Andrésar
Mikið er nú rætt um ritað um þá ákvörðun Framsóknarflokksins að kljúfa sig út úr Kristni H. Gunnarssyni og fara í sérframboð gegn honum í vor. Ólíklegasta fólk fabúlerar nú um hvar, og fyrir hverja, Kristinn muni fara fram. Enginn virðist velta því fyrir sér hvort hann fari fram enda sagði hann á stöð2 í gær að hann ætlaði sér að starfa áfram á þingi. Ég tel engar líkur á því að Kristinn fari í sérframboð. Hann næði aldrei 5% og það veit hann ábyggilega sjálfur. Hann er því mest orðaður við "Frjálslynda" og meðal annars er talið líklegt að hann leiði annan Reykjavíkurlistann. Að því tilefni hafa þeir Andrés Magg og Freyr Eyjólfs sett saman skemmtilega mynd af Sleggjunni á Kaffibarnum en hana má finna á bloggi Andrésar