<$BlogRSDURL$>

Sunday, January 07, 2007

Munnmælasögur#56
Saga númer 56 átti sér stað í Öskjuhlíðinni fyrir mörgum árum síðan, nánar til tekið í Keiluhöllinni. Gleðipinnarnir Halldór "HáEmm" Magnússon og Ólafur "Veltir" Sigurðsson höfðu ákveðið að skella sér í keilu en þeir eru báðir hávaxnir og þreknir. Hefð er fyrir því í keiluspili að gestir þurfa að fá sérstaka skó til þess að taka þátt eins og kunnugt er. Fyrst spyr afgreiðslustúlkan Dóra um skónúmer og kom nokkuð fát á hana er hann tilkynnti henni stærðina 47. Varð hún frá að hverfa um stund en kom til baka sigri hrósandi með skópar númer 47. Tjáði hún honum að ekki væri ýkja auðvelt að finna svo stór númer í húsinu en taldi hún þetta vera til vitnis um góða þjónustu í Keiluhöllinni. Því næst vatt hún sér að Óla og spurði um skónúmer og var henni víst ekkert sérstaklega skemmt þegar Óli svaraði: 48! Við þetta má svo bæta að Dóri kallar skóbúnað Óla iðulega fiðlukassa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?