<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 24, 2007

Nördismi
Ritstjórnin fékk línu frá tónlistarmanni á Suðurlandi um að vera með reglulegt blogg um HM í Þýskaland, innblásð af meðfæddum nördisma. Ísland kom sér sem sagt í afskaplega góða stöðu með því að vinna gott lið Túnisa í þessum skrifuðum orðum. Mér fannst eins og Túnasarnir hafi sprungið þegar korter var eftir. Ef Mham brennir af tveimur vítum þá er hann orðinn þreyttur. Gott að klára þennan leik því síðuhaldari er ekki sérlega bjartsýnn fyrir morgundaginn en þá mætum við pólskum farandverkamönnum. Eftir að hafa séð Pólverjana vinna gestgjafana á mánudaginn þá líst mér nú ekki of vel á þá. Þeir eru með rosalegar sleggjur fyrir utan og eins gott að Róló eða Birkir verði í formi gegn þeim. Líklega hentar Róló betur gegn svo öflugum skyttum eins og Bielecki. Svo er spurning hvort liðin í keppninni fari ekki að hafa vit á því að spila 6-0 vörn gegn okkur því við eigum greinilega ekki í neinum vandræðum gegn 3-2-1 vörn. Hinni nýji Patti, Logi Geirsson, er að bjarga miklu í sóknarleiknum. Hann er bara í sama hlutverki og Patti var, maðurinn sem þorir að skjóta. Það sást líka gegn Frökkum að Markús er alveg klár í að leysa hann af auk þess sem Markús er miklu betri varnarmaður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?