<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 10, 2007

Orðrétt
"Hitti Axel flugþjón á Kaffi kósí á laugardagskvöld. Fyrir mér var þetta mikill viðburður, enda gat ég ekki verið fullviss um að hann væri til í reynd nema sannreyna. Þannig er það bara með sumt fólk, það hefur náð slíkri bestun í sjálfu sér að maður heldur að það sé jafnvel tölvuteiknað. Minnist í þessu sambandi Báru, heitinnar, Bleiku sem mér auðnaðist að hitta og síðan náttúrlega Birgis Ármannssonar sem hefur ekki síðri stöðu.

Í sem stystu máli þá sá ég manninn og safnaði kjarki í að spyrja hvort hann héti Axel. Það stóð heima og þá lýsti ég yfir aðdáun minni á frammistöðu hans í heimildarþætti sem hét Airport, ef ég man rétt, og sagði frá lífinu í kringum flugið á Heathrowflugvelli í London. Í þætti Axels voru Flugleiðir að lesta Ólaf Ragnar Grímsson og enginn annar en flugþjónn nr. 1 fékk það hlutverk að sjá um sjálfan forseta lýðveldisins. Í þættinum var tekið viðtal við Axel um hvernig væri að þjónusta Ó.R.G. og klipptar inn myndir af kallinum að lesa blað um borð í vélinni. Síðan er sýnt hvernig okkar maður leggur lokahönd á undirbúninginn áður en forsetinn stígur um borð. Áður en hann stillir sér upp við landganginn er tekin síðasta pússun á skónum og þulurinn segir frá því hvernig Axel teygir sig eftir minnsta smáatriði til að allt verði fullkomið fyrir forsetann.

Ég lýsti aðdáun minni á þessu tiltekna atriði við Axel á laugardagskvöld. Hann sneri sér að mér og svaraði að þetta væri það sem þau kölluðu í bransanum "shine and smile"! Fleiri urðu þau orð ekki."

-Embættismaðurinn Kristinn Hermannsson, a.k.a Ebenezer Scrooge, á bloggi sínu í gær.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?