<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 31, 2007

Orðrétt
"Samfylkingin fékk ekki nógu góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á dögunum. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, notaði það til að koma á mig snyrtilegum hælkrók í umræðum á þinginu í dag. Þingmaður Framsóknar, Guðjón Ólafur Jónsson, hafði þá þráspurt stjórnarandstöðuna hvort þeir ætluðu að bera ábyrgð á því að leiða Frjálslynda flokkinn inn í ríkisstjórn. Ég svaraði meðal annars á þá lund, að stefna Framsóknar í Íraksmálinu væri mér ógeðfelld, og ég væri harðlega andsnúinn skattastefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég gæti þó ekki fræðilega útilokað að í framtíðinni kynnu að skapast aðstæður sem leiddu til þess að jafnaðarmenn færu einhvern tíma í ríkisstjórn með þessum flokkum.Í lok tölu minnar - sem var örstutt og hófstillt að vanda - sagði ég að spurningar þingmannsins endurspegluðu að í nýlegri skoðanakönnun hefði birst vaxandi fylgi við að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi næstu ríkisstjórn. Miklu færri vildu hins vegar ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka - en áður. Að því búnu vatt ég mér snöfurmannlega úr ræðustóli og á því augnabliki algerrar þagnar sem ég var úr stólnum stiginn og gat ekki lengur svarað - gall við í Sigurði Kára: "Samfylkingin þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af of miklu fylgi!" "
-Össur Skarphéðinsson alþingismaður á bloggi sínu á mánudaginn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?